laugardagur, júlí 07, 2007

Landsmótshlaupið - 39:07

Ég hef verið skelfilega latur við að hlaupa síðustu tvær vikur. Einungis skrölt 9 mílómetra á saltkjötshraða. Ég gerði mér því hóflegar vonir um glæstan árangur í dag. Það ótrúlega gerðist hinsvega að ég náði besta tíma mínum í ár, eða 39:07, sem er bæting um 8 sekúntur frá Húsasmiðjuhlaupinu. Aðstæður voru frekar erfiðari í dag en þá, þannig að ég er verulega sáttur. Ég límdi mig á Þórólf, Ingólf, Ívar Adolfs fyrstu 5 kílómetrana og var furðu hress. Millitíminn eftir 5 kílómetra var 19:28 og mér leið þokkalega. Eftir 7 kílómetra var tíminn 27:07. Síðustu þrír kílómetrarnir voru erfiðir, enda slælegar æfingar undanfarið farnar að koma í bakið á mér. Ég hélt þó haus og kláraði þetta með sóma. Var talsvert á eftir Ingólfi og Ívari og vel á undan Þórólfi (sem er árangur útaf fyrir sig).

Engin ummæli: