fimmtudagur, júlí 26, 2007

Hjólað og hlaupið en ekkert synt.

Ég hjólaði í og úr vinnu samtals 18 kílómetra. Endaði svo daginn með 7 yassó sprettum. Þeir voru farnir á 2:56 - 3:00 fyrir utan sá síðasti sem var á 2:45. Ég lagði hann upp þannig að fyrstu 400 metrana hljóp ég hratt og sá svo til hvað ég dugði. Ég dugði ágætlega og hljóp þessa 800 metra á jöfnu splitti. Það sat í mér þreyta eftir gærdaginn og hjólið. Mér fannst ég alltaf vera á mörkunum að fá krampa í vinstra lærið, en það slapp til. Ég er að falla úr hor, því vogin sýndi 66,2 kíló eftir kvöldmatinn. Nú tekur við sumarfrí hér innanlands. Ég ætla að reyna að vera duglegur í því...

Engin ummæli: