Þetta var róleg helgi hjá mér. Við fjölskyldan vorum í Hlíðardalsskóla á móti hjá fríkirkjunni Veginum. Veður var frábært og stemmingin góð. Ég komst aðeins út að hlaupa á laugardeginum, en þá tölti ég 12 kílómetra á mjög rólegu tempói. Ég gerði þau mistök að taka tíkina með mér og heitt malbikið fór illa í þófana á henni, en það grær áður en hún giftir sig.
Á sunnudeginum fórum við lengri leiðina heim og heimsóttum sveitina mína. Sveitin mín er nánar tiltekið að Kolsholti í Flóahreppi (áður Villingaholtshreppi). Þar býr föðursystir mín og var ég þar í sveit á sumrin sem barn og unglingur. Það má segja að þar hafi ég verið alinn upp að hluta. Börn í dag fara á mis við þessa lífsreynslu og er það miður. Við fengum að sjá nýfædda kettlinga, heimalninga og náttúrulega beljur. Góð helgi að baki og vinnuvikan framundan.
Síðasta vika var þokkaleg hlaupavika 31 kílómetri.
mánudagur, júlí 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli