mánudagur, apríl 16, 2007

Leti og páskaeggjaát

Ég hef verið latur að hlaupa upp á síðkastið. Það hafa einhver smávægileg meiðsli í vinstra fæti verið að plaga mig. Suma daga er þetta svo slæmt að ég finn til í hverju skrefi, en aðra finn ég ekki fyrir þessu. Sennilega eitthvað í sinabreiðunum .... án þess að ég þykist vera einhver sérfræðingur.

Annars er skýrsla frá síðustu færslu á þessa leið:

  • Mánudagur 2. apríl: Við Bjössi fórum á hlaupabretti í Ásgarði. Ég byrjaði á brekkuprógrammi. Ég var eitthvað illa fyrir kallaður, en harkaði þetta samt af mér. Samtals 9 km
  • Þriðjudagur 3. apríl: Skokkaði með hópnum 9 km. Var slæmur í fætinum seinni hlutan af hlaupinu, þótt ekki væri hratt farið.
  • 4 - 14 apríl: Hvíld og páskaeggjaát.
  • Sunnudagur 15. apríl: Komið nóg af hvíld og tími til að reyna á fótinn. Tók 6 Yassó spretti í Kaplakrika. Tempóið var stöðugt þ.e. 3:00, 3:00, 3:01; 2:59, 2:59, 3:00. Ég er sáttur við það sérstaklega þegar haft er í huga að ég hef ekki hreyft mig í 12 daga og suðvestanáttin var nokkuð frískleg. Ég fann fyrir örlitlum verk í fætinum , en ekkert til að hafa stóráhyggjur af. 11 km í dag.

Engin ummæli: