þriðjudagur, apríl 24, 2007

Lognið hlær svo dátt í Hafnarfiði

Joggaði niður í krika um kvöldið. Mér leist ekki á blikuna því ég fékk verk í vinstri fóturinn við hvert skref strax í upphafi. Á tímabili var ég að hugsa um að labba til baka, en ákvað að harka þetta af mér. Þegar á tratanið var komið hvarf verkurinn eins og dögg fyrir sólu. Ég tók einn 1500 metra sprett í líflegu logninu (skv. skilgreiningu Gísla er alltaf logn í Hafnarfirði). Ég skrölti þetta á 5:15 sem gerir 3:30 tempó. Ég á að geta miklu betur, en var eitthvað lúpulegur. Samtals voru hlaupnir rúmlega 6 km í kvöld.

Engin ummæli: