þriðjudagur, apríl 17, 2007
Brekkur bæta
Aldrei þessu vant fór ég á mánudagsæfingu hjá skokkhópnum. Gísli er vandaður maður og lét okkur svitna í Hafnarfirði. Tókum nokkrar brekkur í Setberginu. Ég var nokkuð sprækur og fann minna fyrir þessu en ég átti von á. Hefði verið til í einn sprett í viðbót. Við Helge hinn þýski tókum reyndar óvænt og óundirbúið 100 metra spretteinvígi á hitaveitustokknum í Hraunsholtinu. Ég hafði hann á hraðaúthaldinu, en ef Helge æfir sig samviskusamlega held ég að það verði erfitt fyrir mig, kominn á þennan aldur að hafa við honum. Samtals 12,5 km í dag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli