Blakhelgin er að baki. Ég var liðsstjóri hjá 3. flokki karla. Liðstjórastarfið er stórlega vanmetið, en það felst í því að smala liðinu á leikina sína, stjórna upphitun og blása liðsmönnum baráttuanda í brjóst. Þetta er geysilega gefandi og skemmtilegt starf, en um leið krefjandi.
Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að komast út að hlaupa um miðjan dag þegar langt hlé var á milli leikja. Þetta reyndust tálvonir, því við misstum einn liðsmanninn í meiðsl og því þurfti að sinna af ábyrgð. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og varð hann keppnishæfur á sunnudeginum.
Ég komst þó út um kvöldið eftir æsispennandi úrslitaleik í 2. flokki karla, þar sem HK menn sigruðu KA menn í æsispennandi viðureign. Skjólið sem ég vonaðist til að jökullinn veitti var ekkert, því vindáttin var stíf NA átt með úrkomu og sjávarroki. Kílómetrarnir urðu 12 í þetta sinn.
Vikan er því uppá 51 km samtals.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli