Það var sannkölluð gæðaæfing í gær. Gæðaæfingar eru víst æfingar sem eru þannig að maður er á mörkunum að ofgera sér. Skipun dagsins voru 8 Yasso sprettir. Það var frekar vindasamt í Kaplakrika (að venju liggur mér við að segja) ogtók það sinn toll þegar á leið. Tímarnir (ásamt hvíldarjoggtímunum) voru sem hér segir:
- 2:58 / 2:12
- 3:03 / 2:19
- 2:59 / 2:33
- 3:02 / 2:23
- 3:03 / 2:36
- 3:07 / 3:18
- 3:13 / 2:47
- 3:06 /
Ég var mjög þreyttur eftir þetta og lá eins og slytti allt kvöldið uppi í sófa. Ég þarf greinilega að fara að taka löngu helgarhlaupin af meiri alvöru. Ég fann ekkert fyrir verk í fæti, sem eru góðar fréttir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli