Bart Yasso heitir kall nokkur í Ameríku sem hefur hlaupið fleiri maraþon en flestir auk fleiri afreka. Við hann er kennd æfing, svokallaðir Yasso sprettir, sem er lýst hér http://www.malbein.net/skokk/?p=253.
Ég hljóp 6x800 metra spretti á 3 mínútum sléttum með 400 metra joggi á 2 mínútum. Þetta gekk allt eftir og er ég bísna ánægður með það. Samkvæmt Yasso fræðunum á ég að geta hlaupið heilt maraþon á 3 klukkustundum ef ég klára 10 spretti á 3 mínútum. Síðasti spretturinn tók aðeins í, þannig að ég áætla að maraþon tími hjá mér sé c.a. 3:10 eins og staðan er í dag. Samtals voru hlaupnir 11 km í dag
föstudagur, mars 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli