Í gærkveldi var tekin fyrsta brautaræfing vetrarins, mér til mikillar gleði. Gísli er harður húsbóndi og fyrirskipaði pýramýdaæfingu, þ.e. 200, 400, 600, 800, 1000, 800, 600, 400, 200.
Tímarnir reyndust sem hér segir:
------ Tími min/km
- 200 00:33 2:45
- 400 01:19 3:18
- 600 02:05 3:28
- 800 02:50 3:33
- 1000 03:38 3:38
- 800 02:50 3:33
- 600 02:03 3:25
- 400 01:14 3:05
- 200 00:33 2:45
Eins og glöggir lesendur sjá er ég hraðari í seinni hlutanum, ástæðan er sú að ég sparaði mig í fyrri hlutanum, því ég var ekki viss um formið. Það reyndist betra en ég ætlaði og kýldi ég soldið meira á það. En ég neita því ekki að síðustu 200 metrarnir tóku meira í en þeir fyrstu.
Þetta reyndist hin mesta gæðaæfing og 11 km er afrakstur dagsins. Viktin stóð í 68 kg eins og venjulega. Það ætlar að ganga hægt að flísa þessi 3 kg af mér :(
föstudagur, mars 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli