miðvikudagur, mars 07, 2007
Sjósund nei takk
Nokkrir vinnufélaga minna eru haldnir kvalalosta, sem lýsir sér í því að hvern miðvikudag fara þeir niður í Nauthólsvík og baða sig í sjónum. Sjórinn er um 2°C þessa dagana og skilst mér að hámark sælunnar sé þegar tilfinningin fyrir útlimum hverfur. Ég fór ekki í sjósund í dag, en skokkaði með tveim félögum mínum, frá Jóni Sigurðssyni að "ylströndinni". Veður var frábært og skokkið var rólegt. Eftir að hafa horft upp á fullorðna karlmenn veltast um í sjónum hélt ég áfram meðfram sjónum. Samtals 10 km í dag, og Powerade á morgun. Ef veður verður hagstætt reyni ég að fara undir 40 mín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli