miðvikudagur, mars 21, 2007

10 mílur á 70 mínútum

Skammtur dagsins var 10 mílur á 70 mínútum sem gerir tempó upp á 7 mínútur á mílu. Á mannamáli eru þetta 16 kílómetrar og meðaltempó 4:22 min/km. Ég fór út með því markmiði að hlaupa rólega, því hlaup gærdagsins var frekar hratt. Ekki stóð ég við þetta og yfirleitt var ég á 4:10 tempói, utan km 4 - 6, sem ég var tók á 5:00 tempói. Síðustu 10 kílómetrarnir voru á rétt rúmum 41 mínútu, síðustu 2 km voru vel undir 4 mínútna tempói og síðustu 500 metrarnir voru bísna hraðir (< 3:20). Það sem ég er ánægðastur með er að meðalpúlsinn er ekki nema 161 bpm, og fór ekki upp fyrir 170 fyrr en á endasprettinum.

Það skal viðurkennt að ég er frekar lúinn núna og fæturnir eru eins og spítur. Það er krefjandi að hlaupa stöðuglega á steypu, þannig að ég ætla ekki að hlaupa neitt á morgun. Ætli ég prófi ekki stigvélina sem er hér niðri.

Eftir hlaupið sporðrenndi ég 400 gramma steik með léttbjórnum Budvizer.

Engin ummæli: