þriðjudagur, mars 20, 2007

Fitubollurnar í vestri

Nú er ég í USA, nánar tiltekið í Orlando. Tilefnið er námskeið á vegum bankans, og fyrir áhugasaman heitir það "Optimizing Oracle SQL, Intensive". Ég fer ekki nánar út í það....

Ekki hljóp ég maraþon um síðustu helgi eins og áætlað var. Síðasta vika fór í hálfgert slen og aumingjaskap. Það háði mér reyndar ekki í hinu daglega lífi, en þegar ég reyndi að hlaupa var ég slappur og þreklaust. Ég treysti mér því ekki til að hlaupa 42 kílómetrana. Það bíður betri tíma.

Ég fór hinsvegar 10 kílómetra í dag. Þar af 3 kílómetra á keppnistempói, eða á tímanum 10:23. Hér rétt hjá hótelinu er ríflega 500 metra stígur, sem liggur í kring um snotra tjörn með gosbrunni. Mér leið ágætlega allan tímann og hefði getað farið þetta hraðar. Kannski maður komist undir 10 mínútur í sumar.

Ameríkanar eru holdug þjóð, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég er eins og títuprjónn innan um allar bollurnar. Kaninn kjagar út úr bílunum sínum inn á veitingastaðina og úðar í sig 'juicy' steikum og meðlæti. Steikur undir 200 grömmum flokkast sem forréttur á þeim bæ. Á námskeiðinu er einnig séð dyggilega til þess að allir fái nóg að borða. Þar eru á boðstólnum sætabrauð, hnetusmjörsstangir, snakkpokar, gosdrykkir, smákökur og annað sætmeti.

2 ummæli:

Gisli sagði...

Passaðu þig að koma ekki feitur heim!

Bjarnsteinn Þórsson sagði...

Afrakstur ferðarinnar er 1,5 kg í aukinni þyngd.