þriðjudagur, maí 30, 2006

Rólegt í rokinu

Ekki komst ég út að skokka í gær eins og ætlunin var. Í kvöld rölti ég með tíkina 9 km í austan strekkingi. Það var þægilegt þegar vindurinn var í bakið og leiðin lá niður í móti, en að sama skapi stremnara þegar öðruvísi háttaði til. Markmiðið var að halda stöðugum og lágum púls. Það tókst og var meðalpúlsinn 150 og meðalhraði 5:22. Ég hef ágætis tilfinningu fyrir heilsuhlaupinu, spáin er góð og mér líður vel.

Engin ummæli: