fimmtudagur, júní 01, 2006
Takmarkinu ekki alveg náð....
Heilsuhlaupið fór ekki alveg eins og ætlað var. Talsverður SV strekkingur og hafði það sín áhrif, ég myndi giska á amk 1 mínúta. Ég byrjaði á móti vindi á tempói upp á 3:50 - 3:55 fyrstu 5 km. Sjötti kílómetrinn reyndist mér erfiðastur (4:32) enda stífur mótvindur nánast alla leiðina. 7. og 8. voru hlaupnir á 4:08 í hliðarvindi örlítið á móti. 9. km var á 3:53 með þægilegan vind í bakið, en litla orku eftir. Orkan kláraðist á síðasta kílómetranum og hljóp ég hann einungis á 4:05. Tíminn endaði í 40:20 og meðalpúls 180, en garmurinn mældi leiðina 10160 metra. Menn voru sammála um að leiðin væri ívið of löng og þær mælingar sem ég heyrði af voru frá 160 upp í 240 metra umfram 10 km. Ég er nokkuð sáttur miðað við aðstæður og tel að við betri aðstæður hefði ég átt að hlaupa niður undir 39 mínútur. Nú er bara að horfa fram á veginn og undibúa sig undir næstu áskorun sem verður miðnæturhlaupið, eða mývatn eftir atvikum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli