mánudagur, maí 15, 2006

Brekkur + 3K

Síðasta vika var frekar róleg í hlaupaæfingum á fimmtudag fór ég upp í Heiðmörk með skokkhópnum tók nokkrar brekkur, það var engin tímamæling, en ég tók vel á því. Samtals voru 12 km hlaupnir og vikan því gerð upp á 35 km.
Í gærkveldi fór ég niður í Kaplakrika og tók 3 km test á tartaninu í kvöldsvalanum. Ég hljóp á 10:56 og er sæmilega sáttur miðað við að hafa verið að höggva niður skóginn í garðinum mínum í dag. Kílómetrarnir voru hlaupnir á 3:37; 3:42; 3:37. Nú er bara að vinna í að taka 5 sek af hverjum þeirra og þá er ég nokkuð sáttur. Stefnan er sett á Heilsuhlaupið 1. júní og kannski fer ég í Breiðholtshlaupið um næstu helgi, en ég ætla þá frekar að nota það sem gott tempóhlaup og keyra mig vel út á næstu fimmtudagsæfingu.

Engin ummæli: