Það fór minna fyrir hlaupum um helgina en til stóð. Laugardagurinn fór í að fylgjast með dóttur minni á fimleikasýningu og garðvinnu. Kvöldið fór svo í að horfa á evróvisionbreim og saltflögusukk. Ég skrölti 12 km á sunnudagsmorguninn á rólegu temói, seinni hluti dags fór í grjótburð. Það er kannski ágætt að taka smá upper-body æfingar með ;)
Einungis voru hlaupnir 29 km í síðustu viku, planið þessa vikuna er að gera aðeins betur og fara allavega 45 km. Það eru þá 33 km eftir til að ná því markmiði.
mánudagur, maí 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli