fimmtudagur, maí 18, 2006

Jafnt og þétt

Fór í kaplakrika á meðan Eurovisionbeljurnar bauluðu. Tók 5x1000 með 2:30 mín hvíld sem innihélt 200 m jogg, hvíldi 3 mín fyrir síðasta sprett. Þetta voru mjög jafnir sprettir eða 3:32, 3:31, 3:30, 3:32, 3:30 eða meðal hraða upp á 3:31. Þetta þykir mér gott miðað við að hafa gleypt í mig eina pulsu fyrir æfinguna. Samtals hljóp ég 10 km í dag. Til samanburðar þá var meðaltíminn í sambærilegri æfingu 8.maí var 3:36 þann og 17. apríl 3:46.

Engin ummæli: