mánudagur, maí 08, 2006

Rólegheit og sprettir

Í gær sunnudag fór ég 9 km mjög rólega eða á 50 mínútum. Í kvöld tók ég hinsvegar vel á því í kaplakrika. 3 km upphitun síðan 5x1000 með 200m joggi og 75 - 120 sek hvíld á milli, samtals hljóp ég 13 km.
Áfangarnir voru á 3:50, 3:37, 3:29, 3:26, 3:31 mín/km. Þetta er töluverð framför frá því 17. apríl en þá voru tímarnir 3:57, 3:48, 3:46, 3:45, 3:35 með lengri hvóldum á milli.

Engin ummæli: