þriðjudagur, maí 23, 2006

Mjólkursýra....

Í hádeginu fór ég í mjólkursýru og súrefnisupptökumælingar hjá henni Halldóru Brynjólfsdóttur sem er að gera mastersverkefni í sjúkraþjálfun undir leiðsögn náfrænda míns Þórarins Sveinssonar. Prófið er þannig uppbyggt að eftir létta upphitun er ég látinn hlaupa á byrjunarhraða í 3 mín 30 sek hvíld þar sem tekin er blóðprufa og síðan 4 mín og tekin blóðprufa. Hraðinn er aukinn um 10% og hvílt í 1-2 mín. Þetta er endurtekið þangað til prófarinn er sáttur við mjólkursýrumagnið. Ég þurfti að hlaupa 4 lotur, byrjaði í 12,4 og endaði í 16,6 km/klst. Púlsinn var nokkuð góður fannst mér og ég held að ég sé að komast í hrikalegt form, alla vega miðað við undangengin ár.

12,4 km/klst (4:48 min/km) - 147 bpm
13,7 km/klst (4:22 min/km) - 155 bpm
15,1 km/klst (3:59 min/km) - 165 bpm
16,5 km/klst (3:36 min/km) - 176 bpm

Þegar öllu þessu er lokið er ég látinn hvíla í c.a. 5 mínútur og sett á mig gríma og tengdur við tæki sem mælir súrefnisupptöku. Brettið er stillt á upphafshraða (12,4 km/klst) og hraðinn aukinn um 10% á mínútu fresti. Ég þraukaði í 5 og hálfa mínútu og endaði í 20 km/klst eða rétt undir 3 min/km tempói og púlsinn var kominn upp í 186 þegar ég hætti.
Ég var þokkalega búinn eftir þetta, en fljótur að jafna mig. Samtals hljóp ég 10 km á brettinu. Ég fer svo aftur næsta föstudag, þá ætla ég að reyna að pína mig aðeins lengur í VO2 testinuþ sjáum til hvernig það fer.

Seinnipartinn fór ég með Garðabæjarhópnum í rólegt jogg í kring um Garðabæ og síðan fylgdi ég Hafnfirðingunum, sem voru í meirihluta áleiðis inn í Hafnarfjörð. Ég gat ekki stillt mig um að rykkja þrisvar sinnum á leiðinni, sem þýðir kannski að ég hefði getað tekið örlítið betur á því í mjólkursýrumælingunni. Samtals gerðu þetta 10 km og því 20 Km í dag, sem er bísna gott þegar ég á í hlut.
Á morgun tek ég því rólega og kannski læðist maður í rólegt skokk á upstigningardagsmorgun. Ég er reyndar eitthvað aumur í einni tá og jarka á vinstri fæti svo það er hugsanlega skynsamlegt að taka tveggja daga hvíld .... nú eða stunda einhverja aðra líkamlega iðju eins og hjólreiðar og garðyrkju.

Engin ummæli: