föstudagur, maí 26, 2006

Súrsætur....

Ég hef ekkert hlaupið síðan á þriðjudaginn vegna eymsla í tá á vinstra fæti. Ég er svo meiðslahræddur að ég tek enga sénsa á þessu.
Ég fór í seinni sýrumælinguna mína núna áðan og fór hún fram á svipaðan hátt og áður. Ég þraukaði samt aðeins lengur í VO2 testinu. Samtals fór ég 8,5 km á brettinu. Halldóra er röggsöm og sendi mér niðurstöðurnar um hæl og þar kom fram að:

Mjólkursýruþröskuldur: 4,27 m/sek (15,37 km/klst eða 3,54 min/km) á hlaupabretti
Hjartsláttartíðni við mjólkursýrþröskuld: 169 slög/mínStaða á BORG-skala við mjólkursýruþröskuld: 15,7

Þoltala (VO2 max): 60,7


Samkvæmt VO2 max tölunni er ég í frábærri þjálfun miðað við aldur. Svei mér þá ef ég er ekki nokkuð sáttur við það. Nú er bara að halda áfram á sömu braut. Æfa stíft, en hlusta á líkamann og láta hann njóta vafans, þ.e. ekki taka sénsa á meiðslum.

Planið fram að Heilsuhlaupinu er:

Laugardagur: 15 rólegheit
Sunnudagur: Hvíld
Mánudagur: rólegheit með nokkrum einnar mínútu hraðaaukningum rétt upp fyrir keppnistempó
Þriðjudagur: Rólegir 8 km
Miðvikudagur: Hvíld
Fimmtudagur: Heilsuhlaup, reyna að byrja ekki of hratt (3:50) og keyra á jöfnu tempói fyrstu 7 km og auka svo aðeins í, ef kraftarnir eru ekki þrotnir.

Engin ummæli: