Á 5 dögum afrekaði ég að hlaupa 53,5 km. Svo langt hef ég aldrei hlaupið áður á svo skömmum tíma. Rétt hjá Gentofte Hotel er Gentöfte Vatn. Það er lítið vatn, svipað og tjörnin okkar í Rvk. Í kring um það liggur 2,6 km malarstígur. Á þessu stíg hljóp ég. Hlaupadagbókin er á þessa leið:
- 1. maí: Ég hljóp með Tómasi mági 10 km í kring um Vamdrup, sem er 7000 manna bær rétt fyrir utan Kolding. Þetta var frekar rólegt hlaup meðahraði 4:46 og meðalpúls 159
- 2. maí: 9,5 km í kring um Gentofte vatn. Prógrammið var 600 m - 2600 m - 600 m sprettir. Tempóið á langa sprettinum var 3:36. Ég er sáttur við það
- 3.maí: 16 km á meðaltempói 4:37. Við þetta er ég mjög sáttur. Hröðustu 10 km voru u.þ.b 4,20 tempó. Þetta var afbrigði af píramídaæfingu. Ég byrjaði rólega en jók tempóið jafnt og þétt fram að miðbiki hlaups, en hægði svo rólega á ferðinni. Þetta er mjög góð æfing að mínu mati
- 4.maí: Ekkert hlaupið þar sem ég var að vinna um nóttina. Hvíld er líka góð
- 5.maí: Nú hljóp ég 10 km á undir 40 mínútum !! Þetta þýðir að formið er að verða nokkuð gott. Samtals hljóp ég 18 km í dag.
Ég er orðinn sannfærður um að hlaupa heilsuhlaupið vel undir 40 mínútum. Nú er bara að halda dampi og forðast meiðsli....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli