Í morgun byrjaði ekta Íslensk slagveðursrigning, ekta septemberslagveður. Ég lét hana ekki aftra mér í að hlaupa ríflega 12 km á þægilegu tempói. Ég tók þó aðeins á upp brekkuna hjá Ásahverfi, móti vindi þaut ég upp á tæplega 5 mínútna tempói í c.a. 500 metra. Við tíkin komum hundblaut af hlaupunum. Eftir hádegi förum við að skoða lömbin og hvolpinn í sveitinni.
Vikan var góð. hlaupnir voru 44,5 km og hjólaðir 22. Formið er allt að koma og ég hlakka til að fara í heilsuhlaupið. Ég stend ennþá við að fara undir 40 mínútur.
laugardagur, apríl 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli