Vorið er komið, og vonandi til að vera. Ég fékk mikla hreyfingu í dag. Hjólaði í og úr vinnu, tók reyndar strætí hluta leiðarinnar. Svo tók ég 9 km hring í hádeginu. Ég fór sömu leið og ég hljóp á þriðjudaginn og reyndist hann vera 9,3 km eins og borgarvefsjáin sagði. Ég er helst á því að ég hafi hlaupið þetta á 40 mín í stað 50 þar sem ég var nú bara með skífuklukkuna mína og hef eitthvað ruglast í ríminu. Kemur fyrir besta fólk.
Hljóp svo með hlaupahópnum upp að Vífilstaðavatni þar sem hlaupið var í kring um vatnið á keppnishraða. 2,52 km voru hlaupnir á 9:39 sem gerir 3:50 tempó. Ég er þokkalega sáttur við það miðað við allt. Samtals hljóp ég 13,2 km og eru þá kílómetrar vikunnar orðnir 32,5.
Á morgun hvíli ég....
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli