Í morgun fór ég með Gísla og co. upp í Heiðmörk. Við fórum á þokkalegu tempói, svona í kring um 5:30. Gísli dró mig og Grétar upp 'stóru brekku' sem er við endann á vífilstaðahlíðinni. Brekkan tók vel í, en ég er mjög sáttur við hvað ég fór hana létt. Held að ég sé að komast í ágætis 10 km form. Nú er bara að stefna á að fara undir 40 mín í heilsuhlaupinu. Ætli formið sé ekki í kring um 41 mínútu í dag.
Samtals hljóp ég 18 km í dag og vikan 48 km, sem er umfram áætlun.
Áætlun næstu viku hljóðar upp á 50 km ... sjáum til hvort það náist.
laugardagur, apríl 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli