Sumarið er komið og fórum við fjölskyldan í Víðavangshlaup Hafnarfjarðar í því tilefni. Að vísu fór laukurinn ekki með þar sem hann þurfti að klára heimanám, sem hann var kominn með í vanskil vegna veikinda í þarsíðustu viku.
Allir komu í mark og stóðu sig vel. Ég bætti minn besta tíma um 17 sekúntur og er að koma mjög vel undan vetri miðað við undangengin ár. Ég hljóp semsagt kílómetrana tvo á 8:06. Reyndar eru þetta ríflega 2 km, myndi gizka á 2,2 - 2,3 km. Svo hljóp ég 5,2 km eftir hádegismat þannig að dagurinn gerði sig á 7,5 km. Vikan er því komin upp í 30 km.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli