fimmtudagur, apríl 06, 2006

Skýrsla

Ég hef verið latur að skrifa, og er ekki úr vegi að rifja upp hvað á daga mína hefur drifið síðan í janúar.

Ég hef jafnað mig fullkomlega í bakinu, en var lengi í gang í hlaupagírinn. Ég gæti komið með einhverjar afsakanir, en ætla að geyma það fyrir sjálfan mig.

Ég afrekaði að fara 1/2 maraþon núna í mars og hljóp á þokkalegum tíma 1:37:40. Opinber tími er reyndar 2:00:01 sem stafar af því að ég mætti of seint í hlaupið. Mér leið ágætlega í hlaupinu. Hafði hlaupið 18 km laugardaginn á undan og er að koma nokkuð vel undan vetri.

Í dag hljóp ég 2x10x200 metra í krikanum með skokkhópnum. Veður var kalt og stíf vestanátt sem gerði oddatöluleggina erfiða. Ég sprengdi mig í fyrra settinu og fór því rólega af stað í seinna settið, en náði þar að auka tempóið jafnt og þétt frá 45 sek niður í 34 sek. Ég er bísna ánægður með þetta.

Björn sonur minn var blessaður á sunnudaginn var í Veginum. Haldin var veisla honum til heiðurs og tókst hún með afbrigðum vel. Við hjónin vorum í spennufalli daginn eftir, en ánægð mjög. Nú eru 5 ár í næstu törn, en þá verður önnur unglingablessun og vonandi stúdentsútskrift... á meðan geri ég eitthvað annað skemmtilegt.

Engin ummæli: