mánudagur, apríl 17, 2006

Þetta er allt að koma.

Í dag fór ég út í krika og tók 5x1000 með 200 m joggi á milli og 90 sek hvíld. Hljóp svo lengri leiðina heim á frekar stífu tempói. Þetta var semsag góð áfanga og tempóæfing hjá mér í dag eftir frekar rólega viku á undan (3 x 10-11 km rólegt). Áfangarnir voru sígandi 3:57, 3:48, 3:46, 3:45, 3:35 og leið mér nokkuð vel eftir þetta. Ég held að ég sé búinn að jafna mig eftir 200 metra sprettina hér í þarsíðustu viku. Ætli 10 km formið sé ekki að síga í 42 mínúturnar.

Engin ummæli: