Ég vaknaði snemma í morgun, borðaði staðgóðan árbít og fór út að hlaupa kl 8:15. Leiðin lá í Hafnarfjörð þar sem ég sótti þjálfarann í Suðurbæjarlaugina. Mikil hálka var á götum og stígum og hafði það talsverð áhrif á hraðann. Hlaupahópurinn fór síðan upp í Heiðmörk. Samtals hljóp ég 30 km, meðaltempó 5:30 og meðalpúls 147. Splittið var verulega negatíft, því eftir 15 km var meðaltempóið rétt tæpar 6 min/km. Mér leið vel allan tímann og tel að ég verði tilbúinn í heilt maraþon eftir 2 vikur.
Vikuskammturinn er 51 km.
laugardagur, mars 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Geri ráð fyrir að það séu ekki margir Bjarnsteinn Þórsson í Garðabæ, svo ég geri ráð fyrir að þú vinnir í Landsbankanum.
Datt inn á síðuna þína af malbein.net. Gísli er tengdapabbi bróður míns. Bróðir minn heitir Ágúst og býr ásamt Ilmi Gíslad. og börnum í DK. Sjálf heiti ég Hrefna og vinn á hæðinni fyrir neðan þig.
Ótrúlega gott hjá þér., til hamingju. Eigum við að fara 35 km um næstu helgi? Út á Seltjarnarnes og til baka? kv. Jason
http://nemendur.ru.is/jako
Hrefna: Það eru ekki margir Bjarnsteinar yfirleitt, ég er reyndar einn í heiminum. Gísli hefur mikla matarást á tengdasyni sínum og enn meiri ást á börnunum hans.
Jason: Ég er að gæla við að fara heilt maraþon 17.mars þannig að það er óráð að fara 35 km svo stuttu fyrir það. Þakka samt freistandi boð.
Skrifa ummæli