Fór í Geðhlaupið um helgina og hljóp í blíðskaparveðri 10 km á 40:01 .... segi og skrifa fjörutíu mínútur og einni sekúntu. Mig vantar að losna við 2 sekúntur til að varamarkmiði ársins sé náð. Dagur Egons dró mig áfram á km 2 - 4, annars hefði ég líklega farið þetta hægar. Brautin er frekar erfið, talsvert um brekkur þannig að ég er í sjálfu sér sáttur.... en samt ekki. Nú er bara að taka á því í powerade á fimmtudaginn.
Á föstudaginn var haustfagnaður hlaupahópsins. Harpa og Engilbert voru gestrisnin uppmáluð og Gísli og Guðjón fóru á kostum.
Annars er ég ekki búinn að vera neitt sérlega duglegur að hlaupa síðustu vikur. Kílómetramagn sem hér segir:
1-7. okt 33 km (þ.m.t. geðhlaupið)
24-30. sept: 41 km, þar af voru 25 hlaupnir í frábæru veðri í Danmörku
17-23 sept: 34 km
10- 16. sept: 10,5 km
3 - 9 sept: 39 km
Ég þarf aðeins að taka í afturendann á mér og ná amk 45 km á viku ef ég á að gera einhverjar rósir.
Stefnan er að taka powerade hlaupin í vetur og haust og vormaraþon (1/2 núna í okt)
mánudagur, október 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli