laugardagur, október 21, 2006

1:26:56

Í dag er ég glaður í dag mun ég fagna !!

Haustmaraþonið fór fram í dag og hljóp ég 1/2 maraþon. Ég stillti garminn á hlaupafélaga og lét hann hlaupa leiðina á 1 1/2 tíma, sem var mitt opinbera markmið. Í laumi gældi ég við að fara niður á 1:28, en þegar upp var staðið fór ég niður fyrir 1:27, sem þýðir að meðaltempó var 4:07. Veður var frábært, hægur andvari og svalt. Mér leið vel allan tímann og það var ekki fyrr en c.a. 4 km voru eftir að ég fékk smá krampa í vinstra lærið (svipað og í powerade um daginn). Við það hægðist örlítið á mér á 18. kílómetra (4:26), en ég náði að halda dampi og síðasta kílómetrann fór ég undir 4 mínútur. Mér tókst að hlaupa nokkuð jafnt og var splittið nokkuð jafnt fyrir utan 18. km.

Vikuskamturinn hljóðar upp á 42,5 km þar af 25 í dag.

Svo er árshátíð Landsbankans í kvöld og þá verður fagnað.... af hófsemd þó ;)

Engin ummæli: