fimmtudagur, október 12, 2006

Powerade #1

Fyrsta powerade hlaup vetrarins fór fram við kjöraðstæður, 12°C og hægur andvari. Margir tóku þátt og var talað um met í því samhengi. Helst var myrkrið að hrjá mig, því helmingur leiðarinnar er óupplýstur og seinasti 1,5 km er á móti sterkum flóðljósum á Fylkisvellinum. Tíminn var sæmilegur 40:50 og giska ég á að ég hefði allavega farið þetta 30 sek betur í dagsbirtu. Flesta kílómetra hljóp ég undir 4 mínútum, nema hvað km 8 og 9 voru nálægt 5 mínútum. Ég fékk krampa í vinstra læri eftir c.a. 7 km og losnaði ekki við hann fyrr en 500 metra frá marki. Ætli ég hafi ekki verið c.a. tuttugasti í mark. Vikuskammturinn stefnir í 50 km, sem er nauðsynlegt fyrir haustmaraþonið.

Engin ummæli: