Vikan 30.7 - 5.8: 20,44 km
Við fórum dagsferð á Hesteyri, ánægjulegt og ógleymanlegt. Keyrðum heim á einum degi frá Ísafirði þann 1.ágúst. Fórum í Sund á Suðureyri, borðuðum nesti á Flateyri, keyptum ís á Þingeyri, skyldustopp á Hrafnseyri, pissað í Flókalundi, eldsneyti í Búðardal. Borðuðum með Danna, Hrafnhildi, Bryndísi Maríu og Ara Páli á tjaldstæðinu í Hraunsnefi sem er rétt norðan við Grábrók. Brunuðum síðan heim á miðnætti...
31.7: Hljóp inn í kaupstaðinn og til baka, 10,38 km á 48 mínútum, þetta var frekar rólegt og ég þungur á mér. Tók þó einn kílómetra á 3:34.
Næstu dagar fara í að undirbúa ferð til Svíþjóðar, og því er enginn tími fyrir skokk.
5.8: Komin til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Tæby, sem er úthverfabær rétt norðan við Stokkhólm. Hljóp inn í Altorp skóg og villtist þar örlítið, en með hjálp GPS tækninnar tókst mér að finna rétta leið út úr skóginum. 10,09 km rólegt (52:20)
laugardagur, september 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli