sunnudagur, júlí 30, 2006

Vestfirðir

Vikan 23.7 - 29.7: 55,17 km

24.7: Sýruæfing. Þetta er 3-fasa æfing þar sem miðjufasinn er 20 mínútna hlaup á sýrupúls, en hinir tveir eru rólegir. Ég fór 5,08 km á þessum 20 mínútum og meðalpúls var 181. Þetta er í samræmi við ástandið á mér, og ekki yfir neinu að kvarta. Púlsinn er þó óþægilega hár, hefði viljað hafa hann 175. Samtals 10,14 km. Þetta er síðasti dagur fyrir sumarfrí og stefnan er tekin á Vestfirði.

27.7: Hér er ég á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp þar sem karl faðir minn sleit barnsskónum. Frábært veður og gaman að skoða náttúruna þarna og fá sér sundsprett í lauginni. Þennan morgun hljóp ég inn og út Reykjafjörð (og aftur til baka !!) samtals 23 km. Meðalhraði 5:02 m/km og púls 159. Betra en ég átti von á. Seinni helminginn hljóp ég mun hraðar en þann fyrri eða á c.a. 4:30 tempói.

29.7: Við erum komin til Tungudals við Skutulsfjörð, betur þekkt sem Ísafjarðarkaupstaður. Þennan morgun hljóp ég upp á Breiðdalsheiði og upp á Þverfjall, en þar eru endurvarpar og loftnet umvörpum. Samtals gera þetta 22 km og hækkunnin um 700 metrar. Meðalhraði 5:47 og meðalpúls 155. Til gamans fylgja hér tempó og púlstölur fyrir alla kílómetrana:

km tempó púls
1 7:12 158
2 5:47 164
3 6:37 146
4 6:21 156
5 7:59 166
6 7:41 165
7 6:25 162
8 6:55 165
9 6:52 168
10 7:10 165
11 6:26 168
12 4:44 146
13 4:31 133
14 3:53 156 hvíld 1 mín
15 3:44 145 hvíld 1 mín
16 3:56 146 hvíld 1 mín
17 3:23 153 hvíld 1 mín
18 3:17 158 hvíld 1 mín
19 3:21 165 hvíld 1 mín
20 6:15 135 hvíld 1 mín
21 8:02 143
22 6:40 135

Mér leið vel eftir þetta, en sýnist að ein tánögl sé illa farin.....

Engin ummæli: