sunnudagur, júlí 23, 2006

Snúið í gang...

Vikan 25.6 - 1.7: 23,5 km
25. 20 dögum eftir óhappið lullaði ég 3 km rólega með einum 500 m spretti, rétt til að athuga ástandið á bakinu. Það hélt ágætlega og ætla ég að fara að koma mér í gang.
27. Fór í Kaplakrikann og tók 5 km á 19:26. Ég var frekar lúinn eftir þetta. Samtals 10 km
29. Rólegt skokk 10,5 km á 6:21 tempói og 150 bpm

Næstu vikur eru markeraðar af því að ég er að mála húsið mitt og nýti til þess hvern þurran dag. Lítið hlaupið á meðan...

2.7 12 km á 5:48 tempói og 148 bpm í meðalpúls -- ástandi að skána held ég.
11.7 Álftaneshringurinn með hlaupahópnum. Askja er orðin sporlatari og tafði mig svolítið. 10 km á 5:36 tempói og 154 bpm.

Vikan 16.7 - 22.7: Fyrsta alvöru æfingavikan mín, enda næstum búinn að mála.
18. Röltum rólega í kring um Vífilssaðavatn. Gísli ritari var svekktur eftir laugavegshlaupið og endaði svo á að hrasa og hrufla sig á göngustígnum fyrir neðan Vífilsstaði. Hann og Sveinn hlupu því beina leið í Hafnarfjörð, en við Gunnar héldum okkar striki. 10 km og meðalhraði 5:52 og 143 bpm.
20. Afmælisdagur undirritaðs. Ég fékk hlaupajakka, síðar hlapabuxur, hlaupabol og drykkjarbelti frá konu og börnum. Frábær gjöf, enda kominn tími á að endurnýja flotann. Við fórum í krikann og tókum 2x3x800m. Ég finn að ég er ekki í sama formi og fyrir 2 mánuðum. Sprettirnir voru á 2:42, 2:47, 2:53, 2:54, 2:55 og 2:54. Var frekar sýrður eftir þetta og lötraði heim á leið. Síðbuxurnar voru heldur heitar í þessu veðri (17 °C). Samtals 11 km í dag
22. Fór 21 km í dag, þennan hefðbundna heiðmerkur hring með smá aukalykkju, fór líka fyrr út og rölti 4 km með tíkina. Seinustu 7 km var ég á góðu tempói (enda niður í móti). Veðrið var frábært og gott að vera með drykkjarbelti á þessum löngu hlaupum. Mér leið frábærlega allan tímann og púlsinn var stöðugur. Fór stöku sinnum yfir sýrumörk í lokin, enda fór ég á stundum vel undir 4 mín/km. Eftir hádegi hélt ég áfram að mála sæll og glaður.

Engin ummæli: