Það fer eftir því hvar málningin er. Ég notaði hvítasunnuhelgina til að mála húsið mitt og þá er gaman að upplifa það ævintýri þegar málningin þornar ;) Húsið sem fyrir viku var skellótt er nú orðið fagurhvítt. Næstu dagar fara í að mála glugga og handrið og þessháttar smotterí. Eiður langhlaupari Aðalgeirsson hjólaði framhjá húsinu mínu ásamt eiginkonu sinni til margra ára henni Línu og Anítu dóttur þeirra. Leið þeirra lá um Löngufitina. Hann kallar Kára Stein Karlsson millivegalengdahlaupara, af því að hann hefur aldrei farið heilt maraþon !! Það sýnir bara að allt er afstætt. Hann var að klára 100 kílómetra hlaup í Amsterdan
Vegna þessa hefur lítið verið hlaupið, ég fór þó á brettið á föstudag og hljóp 7 kílómetra. Byrjaði á 3 kílómetra upphitun, tók síðan 3 kílóetra á 3:30 - 3:40 tempói og skokkaði svo niður 1 kílómtetra. Vikan sú gerði sig því á 25 kílómetra, sem er full lítið fyrir minn smekk.
Í gærkveldi reimaði ég á mig hlaupaskóna og skeiðaði niður í krika. Tók þar 5x1000 metra með 200 metra rólegu joggi og mínútu hvíld. Tímarnir ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tímarnir voru 3:39, 3:34, 3:33, 3:32 og 3:31. Samtals 12 kílómetrar lagðir að baki.
miðvikudagur, maí 30, 2007
þriðjudagur, maí 22, 2007
Annaðhvort er maður að þessu eða ekki...
Í þar síðustu viku var ég að þessu, hljóp 64 km, í síðustu viku var ég ekki að þessu og hljóp 0 km. Þessi vika ætlar að verða skárri. Skokkskammtur það sem af er 18 kílómetrar. Úr vinnu á mánudegi og í vinnu í morgun. Bæði skiptin á þokkalegu tempói.
Að öðru og léttvægara. Ný stjórn er fædd. Það var léttara yfirbragð á Samfylkingarmönnum. Sumir Sjálfstæðismenn voru glaðir, en aðrir minna glaðir. Glaðastir voru þeir fjandvinir Björn Bjarna og Guðlaugur Þór. Súrust voru Sturla og stelpurnar. Ég er á þeirri skoðun að Geir hafi guggnað á að afsetja Björn og skipa Guðfinnu í hans stað. Þar kemur tvennt til, í fyrsta stað er erfitt að stugga við Engeyjarættinni og í annan stað hefði verið erfitt að láta Björn fara vegna þess að þá hefði þessi ríkisstjórn átt erfitt með að skafa af sér baugsstimpilinn sem framsókn hefur klínt á hana. Björn B getur því þakkað Hreini Loftssyni öðrum mönnum fremur framlengt líf í ráðherrastóli. Mér líst annars vel á stjórnina og vona að hún vinni af heilindum landi og þjóð til heilla.
Að öðru og léttvægara. Ný stjórn er fædd. Það var léttara yfirbragð á Samfylkingarmönnum. Sumir Sjálfstæðismenn voru glaðir, en aðrir minna glaðir. Glaðastir voru þeir fjandvinir Björn Bjarna og Guðlaugur Þór. Súrust voru Sturla og stelpurnar. Ég er á þeirri skoðun að Geir hafi guggnað á að afsetja Björn og skipa Guðfinnu í hans stað. Þar kemur tvennt til, í fyrsta stað er erfitt að stugga við Engeyjarættinni og í annan stað hefði verið erfitt að láta Björn fara vegna þess að þá hefði þessi ríkisstjórn átt erfitt með að skafa af sér baugsstimpilinn sem framsókn hefur klínt á hana. Björn B getur því þakkað Hreini Loftssyni öðrum mönnum fremur framlengt líf í ráðherrastóli. Mér líst annars vel á stjórnina og vona að hún vinni af heilindum landi og þjóð til heilla.
laugardagur, maí 12, 2007
Langur Laugardagur
Ég fór út rétt fyrir 8 í morgun og hljóp inn í Heiðmörk í morgunsvalanum tæpa 11 kílómetra á rólegu tempói, kom heim klukkan 9 og ræsti Árna son minn, því hann átti að mæta á knattspyrnuæfingu hálftíma síðar. Mætti niður í Ásgarð á slaginu hálf tíu og fór aðra ferð upp í heiðmörk með hlaupahópnum. Það var fjölmenni eða 13 manns og er vonandi að það haldi áfram að fjölga í hópnum. Veður var gott þurrt og hóflegur vindur, það er gott að hafa skjól af norðanáttinni í Vífilstaðahlíðinni. Samtals hljóp ég 28 kílómetra í dag, mestallt rólegt (5:30 - 6:10 tempó), en lét freistast að skeiða niður fyrir 4 mínútna tempó niður að hliði (c.a. 2 km). Núna líður mér vel. Vikuskammturinn 64,5 kílómetrar, sem er að ég held með því mesta sem ég hef afrekað hingað til. Dagskrá það sem eftir er dagsins:
1. Kíkja í kosningakaffi Sjálfstæðismanna
2. Fara niður í bæ að skoða risessuna
3. Kjósa rétt
4. Snæða síðbít
5. Horfa á austur-evrovision og kosningasjónvarpið. Sukka í snakki og gosi á meðan
Að gersamlega í aðra sálma þá er hér spá mín um kosninganiðurstöður:
B: 10%
D: 37%
F: 6%
I: 4%
S: 26%
V: 17%
Sjálfstæðismenn og Samfylking mynda stjórn eftir að stjórnarmyndunarviðræður kaffibandalagsins fara út um þúfur vegna prinsippfestu VG.
Nú er bara að sjá hvernig þetta gengur eftir
1. Kíkja í kosningakaffi Sjálfstæðismanna
2. Fara niður í bæ að skoða risessuna
3. Kjósa rétt
4. Snæða síðbít
5. Horfa á austur-evrovision og kosningasjónvarpið. Sukka í snakki og gosi á meðan
Að gersamlega í aðra sálma þá er hér spá mín um kosninganiðurstöður:
B: 10%
D: 37%
F: 6%
I: 4%
S: 26%
V: 17%
Sjálfstæðismenn og Samfylking mynda stjórn eftir að stjórnarmyndunarviðræður kaffibandalagsins fara út um þúfur vegna prinsippfestu VG.
Nú er bara að sjá hvernig þetta gengur eftir
fimmtudagur, maí 10, 2007
Yasso á fallegum vordegi
Veður fer sífellt batnandi þessa dagana, hitastig stígur hvern dag og hægist á vindi. Í dag var Yasso dagur í Kaplakrika. Gísli var hjólandi og er enn ekki búinn að jafna sig í lærinu. Vonandi nær hann þessari óværu úr sér hið fyrsta.
Ég var léttklæddur, en þó vel innan siðsemismarka. Ég fékk félaga í Yasso sprettunum, Jason fylgdi mér 7 spretti, en Helge 3. Þetta eru menn sem ættu að geta farið 10 km undir 40 fyrir sumarlok ef þeir æfa eins og menn. Mig grunar reyndar að Jason sé tilbúinn til þess núna. Það er mikill munur að hafa einhvern á sama tempói á svona æfingum. Samtals 17,5 kílómetrar í dag.
Sprettirnir voru sem hér segir (hvíldarskokktíminn í sviga)
1. 2:59 (2:52)
2. 3:00 (2:52)
3. 2:57 (2:48)
4. 2:56 (2:52)
5. 2:55 (2:58)
6. 2:54 (2:47)
7. 2:54 (3:11)
8. 2:59 (2:45)
9. 2:59 (2:43)
10. 2:55
Síðan tók ég einn 400 metra sprett í lokin á 1:23 upp á grínið (because I can ;).
Mér leið vel allan tímann og var aldrei alveg að klára mig. Ég er því mjög ánægður með formið á mér þessa dagana og hef ekki komið eins vel undan vetri í 10 ár.
Svo vil ég að endingu leggja það til að við hættum þáttöku okkar í Evróvision. Þetta er eitt stórt samsæri sem við fáum því miður ekki að taka þátt í.
Ég var léttklæddur, en þó vel innan siðsemismarka. Ég fékk félaga í Yasso sprettunum, Jason fylgdi mér 7 spretti, en Helge 3. Þetta eru menn sem ættu að geta farið 10 km undir 40 fyrir sumarlok ef þeir æfa eins og menn. Mig grunar reyndar að Jason sé tilbúinn til þess núna. Það er mikill munur að hafa einhvern á sama tempói á svona æfingum. Samtals 17,5 kílómetrar í dag.
Sprettirnir voru sem hér segir (hvíldarskokktíminn í sviga)
1. 2:59 (2:52)
2. 3:00 (2:52)
3. 2:57 (2:48)
4. 2:56 (2:52)
5. 2:55 (2:58)
6. 2:54 (2:47)
7. 2:54 (3:11)
8. 2:59 (2:45)
9. 2:59 (2:43)
10. 2:55
Síðan tók ég einn 400 metra sprett í lokin á 1:23 upp á grínið (because I can ;).
Mér leið vel allan tímann og var aldrei alveg að klára mig. Ég er því mjög ánægður með formið á mér þessa dagana og hef ekki komið eins vel undan vetri í 10 ár.
Svo vil ég að endingu leggja það til að við hættum þáttöku okkar í Evróvision. Þetta er eitt stórt samsæri sem við fáum því miður ekki að taka þátt í.
þriðjudagur, maí 08, 2007
Hver vegur að heiman er vegurinn heim
Hljóp ekkert um helgina, en fór þess í stað í smáferðalag um Snæfellsnes með bræðrum mínum á sunnudeginum. Hljóp heim úr vinnu á mánudegi og aftur í vinnuna á þriðjudagsmorgun. Þetta eru rúmir 9 kílómetra leið. Hæg norðan átt og svalt er fyrirtaks veður. Ég hljóp þetta á ágætis tempói og er bara nokkuð ánægður með ástandið á mér þessa dagana.
föstudagur, maí 04, 2007
Icelandair hlaupið...
Icelandair hlaupið var haldið í kvöld. Ég tók þátt í fyrsta skipti, veður var ágætt, hægviðri en svalt. Ég ákvað að hlaupa léttklæddur og reyndist það þjóðráð. Byrjaði bratt eins og venjulega, fljótlega fann ég að 1.maí hlaupið sat í mér og reyndi ég að stilla mig eftir því. Það gekk ágætlega að mestu, en rosalega var 6. kílómetrinn strembinn. Ég kláraði hlaupið á 27:05 sem gerir meðal tempó upp á 3:52. Þetta gerir 23. sæti í heildina og 8. í aldursflokku. Ég er nokkuð sáttur við það, en veit að ég á að geta talsvert betur en þetta, jafnvel farið niður á 26:30 á góðum degi eftir næga hvíld (og eins og 3 góðar laugardagsæfingar). Félagar mínir í skokkklúbb Garðabæjar fjölmenntu og voru sjálfum sér og sveitarfélagi til sóma.
þriðjudagur, maí 01, 2007
Hlaupið til heiðurs hinum vinnandi stéttum
Ég var latur um helgina og hljóp ekki neitt (skamm skamm), en við Árni sonur minn keyrðum í dag upp í Grafarvog og þreyttum hið árlega 1. maí hlaup Fjölnis. Þar var við stjórnvölinn Guðlaug Baldvinsdóttir, en við störfuðum saman hjá Hug hf um skamma hríð.
Árni stóð sig eins og hetja og hljóp þessa átjánhundruð metra á 9:44, ekki illa af sér vikið hjá 7 ára snáða. Undirritaður hljóp 10 km og sóttist ferðin greitt fyrri hlutann. Fystu 2 km voru hlaupnir á 7:03, en þá fór að draga af mér, enda hef ég verið of latur við löngu hlaupin. Tíminn við 5 km markið var rétt rúmar 19 mínútur. Bakaleiðin var erfið, því hún var mest á brattann og heldur á móti vindi en hitt. Vindurinn var vaxandi er leið á hlaupið og bísna erfiður mér (og öðrum) á áttunda og níunda kílómetranum, beint í fangið og leiðin upp í móti.
Ég sá það fljótlega upp úr miðju hlaupi að tíminn yrði ekkert til að hrópa húrra fyrir og dró ég því heldur úr ákefðinni seinustu þrjá kílómetrana. Heildartíminn var c.a. 40:49 og er ég nokkuð sáttur miðað við aðstæður og form.
Árni stóð sig eins og hetja og hljóp þessa átjánhundruð metra á 9:44, ekki illa af sér vikið hjá 7 ára snáða. Undirritaður hljóp 10 km og sóttist ferðin greitt fyrri hlutann. Fystu 2 km voru hlaupnir á 7:03, en þá fór að draga af mér, enda hef ég verið of latur við löngu hlaupin. Tíminn við 5 km markið var rétt rúmar 19 mínútur. Bakaleiðin var erfið, því hún var mest á brattann og heldur á móti vindi en hitt. Vindurinn var vaxandi er leið á hlaupið og bísna erfiður mér (og öðrum) á áttunda og níunda kílómetranum, beint í fangið og leiðin upp í móti.
Ég sá það fljótlega upp úr miðju hlaupi að tíminn yrði ekkert til að hrópa húrra fyrir og dró ég því heldur úr ákefðinni seinustu þrjá kílómetrana. Heildartíminn var c.a. 40:49 og er ég nokkuð sáttur miðað við aðstæður og form.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)