laugardagur, desember 16, 2006
Laugardagur til lukku
Tölti í Hlaupahópinn, þar sem voru mætt Gísli, Jón Bæring, Grétar með Skrámu og Harpa með Engilbert. Það var happafengur, því Engilbert er sprækur með eindæmum. Hlupum rólega út á Álftanes. Gísli hljóp heim á spíssnum og tók Engilbert þá á rás. Ég fylgdi honum stóra Álftaneshringinn og heim. Tempóið fór nipur í 4:20 og var ég bísna lúinn eftir þetta, enda ekki alveg búinn að jafna mig eftir Powerade hlaupið, sem situr enn í mér. Nú er bara að vona að Engilbert láti sjá sig oftar svo maður fái nú að spreyta sig á alvöru hlaupara (ef einhver úr hópnum les þetta þá bið ég hinn sama um að reyna að móðgast ekki). Samtals 15,3 km í dag og vikan gerir sig á 35 km.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Engilbert er mikill fengur, sérstaklega til að teygja menn til spretta.
Skrifa ummæli