Í morgun byrjaði ekta Íslensk slagveðursrigning, ekta septemberslagveður. Ég lét hana ekki aftra mér í að hlaupa ríflega 12 km á þægilegu tempói. Ég tók þó aðeins á upp brekkuna hjá Ásahverfi, móti vindi þaut ég upp á tæplega 5 mínútna tempói í c.a. 500 metra. Við tíkin komum hundblaut af hlaupunum. Eftir hádegi förum við að skoða lömbin og hvolpinn í sveitinni.
Vikan var góð. hlaupnir voru 44,5 km og hjólaðir 22. Formið er allt að koma og ég hlakka til að fara í heilsuhlaupið. Ég stend ennþá við að fara undir 40 mínútur.
laugardagur, apríl 29, 2006
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Vorið er komið !!
Vorið er komið, og vonandi til að vera. Ég fékk mikla hreyfingu í dag. Hjólaði í og úr vinnu, tók reyndar strætí hluta leiðarinnar. Svo tók ég 9 km hring í hádeginu. Ég fór sömu leið og ég hljóp á þriðjudaginn og reyndist hann vera 9,3 km eins og borgarvefsjáin sagði. Ég er helst á því að ég hafi hlaupið þetta á 40 mín í stað 50 þar sem ég var nú bara með skífuklukkuna mína og hef eitthvað ruglast í ríminu. Kemur fyrir besta fólk.
Hljóp svo með hlaupahópnum upp að Vífilstaðavatni þar sem hlaupið var í kring um vatnið á keppnishraða. 2,52 km voru hlaupnir á 9:39 sem gerir 3:50 tempó. Ég er þokkalega sáttur við það miðað við allt. Samtals hljóp ég 13,2 km og eru þá kílómetrar vikunnar orðnir 32,5.
Á morgun hvíli ég....
Hljóp svo með hlaupahópnum upp að Vífilstaðavatni þar sem hlaupið var í kring um vatnið á keppnishraða. 2,52 km voru hlaupnir á 9:39 sem gerir 3:50 tempó. Ég er þokkalega sáttur við það miðað við allt. Samtals hljóp ég 13,2 km og eru þá kílómetrar vikunnar orðnir 32,5.
Á morgun hvíli ég....
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Hlaupið í hjarta Reykjavíkur
Ég hljóp í hádeginu í 40 mínútur, samkvæmt mælingu á borgarvefsjánni reyndist þetta vera rétt um 9,3 km. Fann aðeins til í ristinni undir lokin. Vonandi eru gömul meiðsl ekki að taka sig upp. Ætla að taka því rólega fram að helgi, því ef að þetta eru gömlu meiðslin þýðir þetta 6 mánaða stopp og ég má ekki við því....
Kannski maður fari að uppfæra skóbúnaðinn.
Kannski maður fari að uppfæra skóbúnaðinn.
sunnudagur, apríl 23, 2006
Sunnudagur til sælu
Staulaðist 10 km með tíkina í þokkalegu veðri seint um kvöld. Þetta var á rólegu nótunum. Ég fór í norðurbæ hafnarfjarðar og mældi víðavangshlaupshringinn. Reyndist hann vera 2,2 km eins og mig grunaði.
Björn var að koma frá Akureyri þar sem hans flokkur varð Íslandsmeistari í blaki. Það er því stoltur faðir sem leggst á koddann í kvöld.
Björn var að koma frá Akureyri þar sem hans flokkur varð Íslandsmeistari í blaki. Það er því stoltur faðir sem leggst á koddann í kvöld.
laugardagur, apríl 22, 2006
Heiðmörk í frábæru veðri
Í morgun fór ég með Gísla og co. upp í Heiðmörk. Við fórum á þokkalegu tempói, svona í kring um 5:30. Gísli dró mig og Grétar upp 'stóru brekku' sem er við endann á vífilstaðahlíðinni. Brekkan tók vel í, en ég er mjög sáttur við hvað ég fór hana létt. Held að ég sé að komast í ágætis 10 km form. Nú er bara að stefna á að fara undir 40 mín í heilsuhlaupinu. Ætli formið sé ekki í kring um 41 mínútu í dag.
Samtals hljóp ég 18 km í dag og vikan 48 km, sem er umfram áætlun.
Áætlun næstu viku hljóðar upp á 50 km ... sjáum til hvort það náist.
Samtals hljóp ég 18 km í dag og vikan 48 km, sem er umfram áætlun.
Áætlun næstu viku hljóðar upp á 50 km ... sjáum til hvort það náist.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gleðilegt sumar
Sumarið er komið og fórum við fjölskyldan í Víðavangshlaup Hafnarfjarðar í því tilefni. Að vísu fór laukurinn ekki með þar sem hann þurfti að klára heimanám, sem hann var kominn með í vanskil vegna veikinda í þarsíðustu viku.
Allir komu í mark og stóðu sig vel. Ég bætti minn besta tíma um 17 sekúntur og er að koma mjög vel undan vetri miðað við undangengin ár. Ég hljóp semsagt kílómetrana tvo á 8:06. Reyndar eru þetta ríflega 2 km, myndi gizka á 2,2 - 2,3 km. Svo hljóp ég 5,2 km eftir hádegismat þannig að dagurinn gerði sig á 7,5 km. Vikan er því komin upp í 30 km.
Allir komu í mark og stóðu sig vel. Ég bætti minn besta tíma um 17 sekúntur og er að koma mjög vel undan vetri miðað við undangengin ár. Ég hljóp semsagt kílómetrana tvo á 8:06. Reyndar eru þetta ríflega 2 km, myndi gizka á 2,2 - 2,3 km. Svo hljóp ég 5,2 km eftir hádegismat þannig að dagurinn gerði sig á 7,5 km. Vikan er því komin upp í 30 km.
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Er vorið að koma ... aftur ?
Í gær fór ég með skokkhópnum rólega 11 km. Líðanin nokkuð góð og mér finnst hitastigið vera að þokast í rétta átt. Kannski næ ég 45 km þessa vikuna. 22 komnir í hús og 23 eftir.
mánudagur, apríl 17, 2006
Þetta er allt að koma.
Í dag fór ég út í krika og tók 5x1000 með 200 m joggi á milli og 90 sek hvíld. Hljóp svo lengri leiðina heim á frekar stífu tempói. Þetta var semsag góð áfanga og tempóæfing hjá mér í dag eftir frekar rólega viku á undan (3 x 10-11 km rólegt). Áfangarnir voru sígandi 3:57, 3:48, 3:46, 3:45, 3:35 og leið mér nokkuð vel eftir þetta. Ég held að ég sé búinn að jafna mig eftir 200 metra sprettina hér í þarsíðustu viku. Ætli 10 km formið sé ekki að síga í 42 mínúturnar.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Skýrsla
Ég hef verið latur að skrifa, og er ekki úr vegi að rifja upp hvað á daga mína hefur drifið síðan í janúar.
Ég hef jafnað mig fullkomlega í bakinu, en var lengi í gang í hlaupagírinn. Ég gæti komið með einhverjar afsakanir, en ætla að geyma það fyrir sjálfan mig.
Ég afrekaði að fara 1/2 maraþon núna í mars og hljóp á þokkalegum tíma 1:37:40. Opinber tími er reyndar 2:00:01 sem stafar af því að ég mætti of seint í hlaupið. Mér leið ágætlega í hlaupinu. Hafði hlaupið 18 km laugardaginn á undan og er að koma nokkuð vel undan vetri.
Í dag hljóp ég 2x10x200 metra í krikanum með skokkhópnum. Veður var kalt og stíf vestanátt sem gerði oddatöluleggina erfiða. Ég sprengdi mig í fyrra settinu og fór því rólega af stað í seinna settið, en náði þar að auka tempóið jafnt og þétt frá 45 sek niður í 34 sek. Ég er bísna ánægður með þetta.
Björn sonur minn var blessaður á sunnudaginn var í Veginum. Haldin var veisla honum til heiðurs og tókst hún með afbrigðum vel. Við hjónin vorum í spennufalli daginn eftir, en ánægð mjög. Nú eru 5 ár í næstu törn, en þá verður önnur unglingablessun og vonandi stúdentsútskrift... á meðan geri ég eitthvað annað skemmtilegt.
Ég hef jafnað mig fullkomlega í bakinu, en var lengi í gang í hlaupagírinn. Ég gæti komið með einhverjar afsakanir, en ætla að geyma það fyrir sjálfan mig.
Ég afrekaði að fara 1/2 maraþon núna í mars og hljóp á þokkalegum tíma 1:37:40. Opinber tími er reyndar 2:00:01 sem stafar af því að ég mætti of seint í hlaupið. Mér leið ágætlega í hlaupinu. Hafði hlaupið 18 km laugardaginn á undan og er að koma nokkuð vel undan vetri.
Í dag hljóp ég 2x10x200 metra í krikanum með skokkhópnum. Veður var kalt og stíf vestanátt sem gerði oddatöluleggina erfiða. Ég sprengdi mig í fyrra settinu og fór því rólega af stað í seinna settið, en náði þar að auka tempóið jafnt og þétt frá 45 sek niður í 34 sek. Ég er bísna ánægður með þetta.
Björn sonur minn var blessaður á sunnudaginn var í Veginum. Haldin var veisla honum til heiðurs og tókst hún með afbrigðum vel. Við hjónin vorum í spennufalli daginn eftir, en ánægð mjög. Nú eru 5 ár í næstu törn, en þá verður önnur unglingablessun og vonandi stúdentsútskrift... á meðan geri ég eitthvað annað skemmtilegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)