Ég er staddur í San Fransisco á Oracle Open World. Þetta er gríðarlega stór rástefna með 35.000 þáttakendur. Það er svolítið fríkað að fylgjast með þessu öllu saman. Ameríkanar mega eiga það að þei kunna að skipuleggja svona atburði. T.d. gengur matartíminn ótrúlega snuðrulaust fyrir sig. Það væri fróðleg að sjá Íslendinga gefa 30.000 manns að borða á innan við klukkutíma. Við Gulli vorum að grínast með að Larry (Ellison CEO Oracle) hefði toppað frelsarann með því að metta 35.000.
Ég hef verið duglegur að hreyfa mig hér ytra eftir að mesta jet-laggið rjátlaði af mér. Á laugardag hljóp ég 9 km og 7 km á sunnudag. Hlaupið á sunnudaginn var erfitt, því ég hljóp upp og niður þessar bröttu brekkur í San Fransisco. Í gær prófaði ég gymmið hérna á hótelinu. Það er eitthvað með mig og líkamsræktarstöðvar, við náum ekki saman.
Í dag vann ég mikla hetjudáð. Ég hljóp nefninlega frá hótelinu að og yfir Golden Gate brúna. Mér hafði verið tjáð að það væru 6,5 mílur að brúnni og að brúin værr 2 km, þannig að þetta væru um 17 km leið. Annað kom á daginn og heildar vegalengdin var 23 km. Þetta tók ég á nákvæmlega 2 klst. Ég 'dó' í kring um 18 km, en hafði verið frekar hress fram að því. Ég er bara nokkuð ánægðu með sjálfan mig og það er ekkert fjarlægt að stefna á að taka fyrsta 1/2 maraþonið næsta sumar. Ég ætla þó ekki að gera það nema vera nokkuð viss um að klára það á 1:25 - 1:30 (maður hefur nú einhvern metnað ennþá).
Guðfinna er á leiðinni til mín þegar þetta er skrifað, ég hlakka mikið til að hitta hana. Á morgun ætla ég að hvíla mig.
miðvikudagur, september 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli