Eftir að við komum heim úr tjaldferðinni tókum við því rólega, og fórum að vinna í vikunni á eftir. Við Björn fórum reyndar eina nótt með göngutjald í Brynjudal og gengum síðan inn í Botnsdal daginn eftir og skoðuðum Glym. Askja fékk að slást í för og fannst henni þetta afar gaman. Þessi ferð reyndist mesta ævintýraferð. Við gengum upp norðanmegin við ána og gengum upp fyrir fossinn. Þar óðum við yfir og gengum sunnanmegin niður með henni. Fossinn og gljúfrið eru í einu orði sagt mögnuð og einkennilegt að maður skuli ekki hafa farið þetta fyrr.
Eftir að við komum heim úr tjaldferðinni, hef ég verið aðeins duglegri við hlaupin, en hef samt ekkert verið að hlaupa neitt sérstaklega langt. Yfirleitt verið að hlaupa tvisvar í viku og þetta 15 - 20 km í viku hverri. Þrátt fyrir þetta litla æfingamagn er ég samt að taka framförum !! Til að mynda er ég með eina æfingu sem ég held upp á og kalla 'sýruæfingu'. Hún er þannig að ég skokka rólega niður á ákveðinn stað í Elliðaárdalnum. Þar hleyp ég í 20 mínútur á keppnishraða (eða aðeins rólegar) og hleyp síðan rólega í mjóddina. Þetta losar 8 km. Í sumar hef ég farið úr því að hlaupa 4,3 km á þessum 20 mín, í 5 km. Síðasta slíka æfingin var núna á föstudag (5 km / 20 mín), og svo hljóp ég 5 km á 19:46 á Selfossi daginn eftir. Svei mér þá ef ég er ekki bara í nokkuð góðu formi. Nú er stefnan tekin á Fjölnishlaupið næstu helgi og stefni ég á að hlaupa 10 km á 40 mínútum. Takist það er ég mjög sáttur.
sunnudagur, september 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli