fimmtudagur, september 08, 2005

ekki dauður enn...

Ekki fór ég nú að hlaupa í gærkveldi, en ég hljóp með Garðabæjarhópnum núna áðan og sýndi Gísli sitt rétta innræti og lét okkur hlaupa tvö sett af 5x1mín spretti, þar sem við áttum að hlaupa eins og við gátum. Mér gekk ágætlega framan af, en maður var orðinn heldur slaklegur á síðustu sprettum. Við hlupum fyrsta settið niður flatirnar og seinna settið til baka (svolítið upp í móti). Ég varð reyndar hissa og ánægður með árangurinn (336 m, 383 m, 324 m, 352 m, 352 m, 313 m, 322 m, 324 m, 290 m, 295 m). Rosalega verður maður rólegur í fyrramálið :)
Hvort ég fer í Fjölnishlaupið á Laugardaginn veit ég ekki, en það er hætt við að þessir sprettir sitji í mér, og tíminn verði eftir því.

Engin ummæli: