miðvikudagur, september 07, 2005

Út í buskann

Í gær hljóp ég 9,5 km á rólegu tempói, þetta 5:30-6:00 min/km. Það má segja að ég hafi hlaupið út í buskann, því ég hafði enga sérstaka áætlun um hlaupaleið. Ég tók ágætis hring úr mjódinni, yfir í Kópavog í gegn um kórahverfið upp á vatnsendahæð, inn í Breiðholt, fór í gegn um Vesturberg 78, þar sem ég bjó í árdaga og smákrókaleiðir í bakkahverfinu niður í mjódd. Veðrið var yndislegt og ákvað ég því að vera á rólegu nótunun og bara njóta þess að hlaupa. Formið finnst mér vera á uppleið, engin eymsli. Það verður spennandi að sjá hvernig mér gengur á laugardaginn. Planið fram að helgi er stutt og frískt hlaup í kvöld, kannski maður taki smá brautaræfingu, svo sem eins og 3x1000 svona til að stilla tempóið. Á morgun er planið að skokka létt með Garðabæjarhópnum.

Engin ummæli: