sunnudagur, september 04, 2005

Skýrsla....

Jæja

Bloggið mitt er frekar slaklegt, en ég ætla að reyna að bæta mig. Frá Því að ég skrifaði síðast (22.6), hefur ýmislegt á daga mína drifið. Ég kom hekkinu niður og er ekkert meira um það að segja. Við fjölskyldan fórum í vikuferð til Spánar (rétt vestan við Malaga) ásamt tengdaforeldrum mínum, Gollu frænku og svo þeim Páli og Ingibjörgu. Tilefnið var 75 ára afmæli tengdamömmu. Við leigðum okkur eitt hús, sem var með einkasundlaug og garði. Þetta er eitthvað það sniðugasta sem við höfum gert. Nóg pláss og mikið næði, húsið var frábært og fór vel um alla. Veið gerðum sitt lítið af hverju, fórum einn dag á strönd, keyrðum til Gibraltar, fórum í skemmtigarð, lágum í leti á sundlaugarbakkanum, spiluðum Scrabble (Bjössi vann föður sinní fyrsta og örugglega ekki síðasta skiptið) og fleira. Ég fór þrisvar út að hlaupa, ég fór um kl 9 á morgnana áður en hitastigið fór yfir 30°. Ég hljóp þetta 6,5 - 10,2 km í hvert skipti og náði að safna 25 km. Seinasta daginn var ég aðeins seinna á ferðinni og komst ég að því að það er ekkert sniðugt að hlaupa í 30°, púlsinn var lengi að komast niður fyrir 130 eftir hlaupið. En þetta var ekkert sem sat í mér.
Eftir Spánarferðina fórum við hringferð í kring um landið með sérstakri áherslu á NA-land. Við gistum eina nótt á Akureyri, tvær nætur í Ásbyrgi, Þórshöfn og Vopnafirði, eina nótt í Atlavík og tvær á Krikjubæjarklaustri. Ég tók engar hlaupagræjur með mér í ferðina, enda finnst mér það ekki fara vel saman að stunda hlaup samhliða tjaldútilegu. Á Þórshöfn hittum við fyrir Ragnihildi mömmu Ingibjargar sambýliskonu Páls bróður Guðfinnu, og Guðrúnu dóttur Ragnhildar og hálfsystur Ingibjargar. Ragnhildur er að flytja til Egilstaða og var búslóðin meira og minna í kössum, en það var mjög gaman að hitta þær. Heimurinn er lítill komumst við að, því Guðrún er mjög góð vinkona Kötu frænku minnar á Egilstöðum og hún býr í gamla húsinu þeirra Kötu og Óla !! Við heimsóttum Helgu Maju og hennar fólk á Egilsstöðum. Maja og Magnús eru reyndar að flytja til Danmerkur í 1-2 ár, og var þeirra búslóð því líka í kössum. Það var mjög gaman að heimsækja þau og áttum við saman ánægjulega kvöldstund. Við gistum bara eina nótt á héraði, þar sem spáin var slæm. Við keyrðum því um kvöldið á Krikjubæjarklaustur og komum þangað upp úr miðnætti. Þar sem við hittum Eirík og Steinu og Hrafnhildi og Danna. Við hrepptum ágætisveður og skoðuðum m.a. Faðrárgljúfur, sem er frábær staður. Heim komum við vegmóð þann 19. júlí og var gott að koma heim, því heima er jú alltaf best.

Engin ummæli: