þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Skautahlaup

Í dag var ég venju fremur duglegur við hlaupin. Í hádeginu tók ég sýruæfingu í Elliðaárdalnum. 20 mínúturnar fór ég á 4,7 km, og þykir mér það gott miðað við árstíma og færi, því á köflum var býsna sleypt. Ég er að reyna að telja mér trú um að hálkan hafi haft af mér 300 metra í það heila. og sé ég því í formi til að hlaupa 5 km á 19:30, og 10 km á undir 41.
Seinni partinn lullaði ég með skokkhóp Garðabæjar 6,5 km. Ég keypti mér hálkugorma í Lyfju í Garðabæ og eru þeir þvílíkt þarfaþing í svona færi. Ég hljóp samtals 14 2/3 km í dag. Nú er stefnan tekin á Powerade nk fimmtudag og stefni ég á að hlaupa niður undir 41 mínútu, en að sjálfsögðu veltur það á veðri og færð.

Engin ummæli: