laugardagur, nóvember 12, 2005
Laugardagsæfing #1
Í morgun fór ég 11 km með skokkhópnum upp í Heiðmörk. Tíkin var með í för og náði hún að slíta ólina sína snemma. Hún fékk því að hlaupa laus og liðug í þetta skipti. Það gekk vonum framan, en kannski var það vegna þess að Grétar var með sína tík og fylgdi Askja henni eftir. Ég þurfti að snúa við fyrr, þar sem ég þurfti að ná í Árna á fótboltaæfingu kl. 11. Kílómetrarnir 11 voru hlaupnir á c.a. klukkustund og gerir vikan því 39 km samtals.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli