sunnudagur, nóvember 13, 2005

Blakmeistararar

Björn sonur minn og laukur sinnar ættar tók þátt í fyrri hluta íslandsmeistaramóti í krakkablaki um helgina. Hann hefur æft þessa íþrótt í rúmt ár núna og hefur mikið gaman af. Mótið gekk vel og vann hans lið sinn flokk (7.4 mix). Stjarnan hirti reyndar efstu þrjú sætin í þessum flokki og sínir það hversu gott verk þjálfararnir eru að vinna. Seinni hluti mótsins fer fram með hækkandi sól í höfuðstað norðurlands. Ekki veit ég hvernig þeir fara að því að finna út hver verður íslandsmeistari því margir krakkar flytjst upp um stig eftir þetta mót. Den tid den sorg, og ekki er það mitt að ákveða. Mótið var haldið af Aftureldingu og verður að segjast að þar unnu menn þrekvirki !! Tímasetningar stóðust í aðalatriðum og framkvæmd til fyrirmyndar.

Engin ummæli: