miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Er ekki tilveran dásamleg...

Dagurinn var frekar stressaður framan af. Mikið að gera í vinnunni, enda mánaðarmót og þá er fjör í bankanum. Þegar heim var komið reimaði ég á mig hlaupaskóna og fór með Öskju í hlaupahópinn minn. Hún stóð sig með prýði og var eiganda sínum og sjálfri sér til sóma. Við hlupum u.þ.b. 10 km upp að og í kring um Vífilstaðavatn. Allt stress hvarf eins og dögg fyrir sólu, veðrið var frábært og færið gott. Þó þarf maður alltaf að hafa varan á þegar hlaupið er í snjó. Endaði daginn á að mála örlítið, spila við Björn og Guðfinnu. Horfði síðan á heimilisaltarið áður en ég fór að sofa.

Engin ummæli: