föstudagur, nóvember 18, 2005

Jólin nálgast...

Hlaupnir voru 10 staurasprettir í dag mislangir. Ég var hálf þreyttur, en færi og veður með ágætasta móti. Samtals voru hlaupnir 7 km í dag, ég er að spá í að fara í hádeginu á morgun og hætta snemma til að útrétta fyrir jólin og fjölskylduna.
Ég sá Kára Stefánsson í Kastljósinu í kvöld, og finnst hann frekar sjálfhverfur ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta er eflaust ágætis maður og örugglega hörkugreindur, vinnusamur og ósérhlífinn. En það verður að segjast að hann er með afar sérstakan húmor.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Blakmeistararar

Björn sonur minn og laukur sinnar ættar tók þátt í fyrri hluta íslandsmeistaramóti í krakkablaki um helgina. Hann hefur æft þessa íþrótt í rúmt ár núna og hefur mikið gaman af. Mótið gekk vel og vann hans lið sinn flokk (7.4 mix). Stjarnan hirti reyndar efstu þrjú sætin í þessum flokki og sínir það hversu gott verk þjálfararnir eru að vinna. Seinni hluti mótsins fer fram með hækkandi sól í höfuðstað norðurlands. Ekki veit ég hvernig þeir fara að því að finna út hver verður íslandsmeistari því margir krakkar flytjst upp um stig eftir þetta mót. Den tid den sorg, og ekki er það mitt að ákveða. Mótið var haldið af Aftureldingu og verður að segjast að þar unnu menn þrekvirki !! Tímasetningar stóðust í aðalatriðum og framkvæmd til fyrirmyndar.

laugardagur, nóvember 12, 2005

Laugardagsæfing #1

Í morgun fór ég 11 km með skokkhópnum upp í Heiðmörk. Tíkin var með í för og náði hún að slíta ólina sína snemma. Hún fékk því að hlaupa laus og liðug í þetta skipti. Það gekk vonum framan, en kannski var það vegna þess að Grétar var með sína tík og fylgdi Askja henni eftir. Ég þurfti að snúa við fyrr, þar sem ég þurfti að ná í Árna á fótboltaæfingu kl. 11. Kílómetrarnir 11 voru hlaupnir á c.a. klukkustund og gerir vikan því 39 km samtals.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Powerade

Í gærkveldi fór ég í mitt fyrsta Powerade hlaup, veður var þokkalegt snjóföl á jörðu og örlítil hálka. Ég var á hálkugormum og hjálpuðu þeir mér við að fóta mig. Ég gleymdi garminum þannig að ég var bara með skífuklukkuna mína, ég ákvað því að hlaupa eingöngu eftir hyggjuviti og líðan. Hlaupið fór frísklega af stað og hélt ég mér framarlega til að byrja með. Það átti eftir að koma mér um koll því ég var tíndur upp af þó nokkrum á 2 - 5 km. Eftir það hélt ég stöðu minni, fór fram úr einum og annar fór fram úr mér. Síðustu 3 km voru mér erfiðir og ég "dó" í rafveitubrekkunni. Einn hlaupari sótti fast að mér í brekkunni, en brekkan var honum greinilega jafn erfið og mér, þannig að ég hafði hann á lokasprettinum ef sprett skyldi kalla. Ég hef hlaupið þetta á c.a. 44 mínútum, sem er talsvert undir væntingum. Eftir á að hyggja er ég samt sáttur. Gormarnir hjálpuðu mér örugglega fyrstu 5 km, en voru íþyngjandi síðustu 3. Kannski hafa þriðjudagshlaupin líka eitthvað setið í mér (nú er ég farinn að afsaka mig full mikið). Skokkhópurinn ákvað að gleyma tímunum og líta á þetta hlaup sem góða tempóæfingu.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Skautahlaup

Í dag var ég venju fremur duglegur við hlaupin. Í hádeginu tók ég sýruæfingu í Elliðaárdalnum. 20 mínúturnar fór ég á 4,7 km, og þykir mér það gott miðað við árstíma og færi, því á köflum var býsna sleypt. Ég er að reyna að telja mér trú um að hálkan hafi haft af mér 300 metra í það heila. og sé ég því í formi til að hlaupa 5 km á 19:30, og 10 km á undir 41.
Seinni partinn lullaði ég með skokkhóp Garðabæjar 6,5 km. Ég keypti mér hálkugorma í Lyfju í Garðabæ og eru þeir þvílíkt þarfaþing í svona færi. Ég hljóp samtals 14 2/3 km í dag. Nú er stefnan tekin á Powerade nk fimmtudag og stefni ég á að hlaupa niður undir 41 mínútu, en að sjálfsögðu veltur það á veðri og færð.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Er ekki tilveran dásamleg...

Dagurinn var frekar stressaður framan af. Mikið að gera í vinnunni, enda mánaðarmót og þá er fjör í bankanum. Þegar heim var komið reimaði ég á mig hlaupaskóna og fór með Öskju í hlaupahópinn minn. Hún stóð sig með prýði og var eiganda sínum og sjálfri sér til sóma. Við hlupum u.þ.b. 10 km upp að og í kring um Vífilstaðavatn. Allt stress hvarf eins og dögg fyrir sólu, veðrið var frábært og færið gott. Þó þarf maður alltaf að hafa varan á þegar hlaupið er í snjó. Endaði daginn á að mála örlítið, spila við Björn og Guðfinnu. Horfði síðan á heimilisaltarið áður en ég fór að sofa.