Ég er staddur í San Fransisco á Oracle Open World. Þetta er gríðarlega stór rástefna með 35.000 þáttakendur. Það er svolítið fríkað að fylgjast með þessu öllu saman. Ameríkanar mega eiga það að þei kunna að skipuleggja svona atburði. T.d. gengur matartíminn ótrúlega snuðrulaust fyrir sig. Það væri fróðleg að sjá Íslendinga gefa 30.000 manns að borða á innan við klukkutíma. Við Gulli vorum að grínast með að Larry (Ellison CEO Oracle) hefði toppað frelsarann með því að metta 35.000.
Ég hef verið duglegur að hreyfa mig hér ytra eftir að mesta jet-laggið rjátlaði af mér. Á laugardag hljóp ég 9 km og 7 km á sunnudag. Hlaupið á sunnudaginn var erfitt, því ég hljóp upp og niður þessar bröttu brekkur í San Fransisco. Í gær prófaði ég gymmið hérna á hótelinu. Það er eitthvað með mig og líkamsræktarstöðvar, við náum ekki saman.
Í dag vann ég mikla hetjudáð. Ég hljóp nefninlega frá hótelinu að og yfir Golden Gate brúna. Mér hafði verið tjáð að það væru 6,5 mílur að brúnni og að brúin værr 2 km, þannig að þetta væru um 17 km leið. Annað kom á daginn og heildar vegalengdin var 23 km. Þetta tók ég á nákvæmlega 2 klst. Ég 'dó' í kring um 18 km, en hafði verið frekar hress fram að því. Ég er bara nokkuð ánægðu með sjálfan mig og það er ekkert fjarlægt að stefna á að taka fyrsta 1/2 maraþonið næsta sumar. Ég ætla þó ekki að gera það nema vera nokkuð viss um að klára það á 1:25 - 1:30 (maður hefur nú einhvern metnað ennþá).
Guðfinna er á leiðinni til mín þegar þetta er skrifað, ég hlakka mikið til að hitta hana. Á morgun ætla ég að hvíla mig.
miðvikudagur, september 21, 2005
sunnudagur, september 11, 2005
Rólegheit
Ekki var ég nú jafn aktífur um helgina og áætlað var, lullaði þó 6,5 km á 35 mínútum í morgun. Ég var frekar stirður, enda á það mun betur við mig að hlaupa seinni partinn. Við Guðfinna fórum í Húsdýragarðinn með litla settið (Anna og Árni) og Gunnar Ísak. Börnin skemmtu sér vel í góða veðrinu.
fimmtudagur, september 08, 2005
ekki dauður enn...
Ekki fór ég nú að hlaupa í gærkveldi, en ég hljóp með Garðabæjarhópnum núna áðan og sýndi Gísli sitt rétta innræti og lét okkur hlaupa tvö sett af 5x1mín spretti, þar sem við áttum að hlaupa eins og við gátum. Mér gekk ágætlega framan af, en maður var orðinn heldur slaklegur á síðustu sprettum. Við hlupum fyrsta settið niður flatirnar og seinna settið til baka (svolítið upp í móti). Ég varð reyndar hissa og ánægður með árangurinn (336 m, 383 m, 324 m, 352 m, 352 m, 313 m, 322 m, 324 m, 290 m, 295 m). Rosalega verður maður rólegur í fyrramálið :)
Hvort ég fer í Fjölnishlaupið á Laugardaginn veit ég ekki, en það er hætt við að þessir sprettir sitji í mér, og tíminn verði eftir því.
Hvort ég fer í Fjölnishlaupið á Laugardaginn veit ég ekki, en það er hætt við að þessir sprettir sitji í mér, og tíminn verði eftir því.
miðvikudagur, september 07, 2005
Út í buskann
Í gær hljóp ég 9,5 km á rólegu tempói, þetta 5:30-6:00 min/km. Það má segja að ég hafi hlaupið út í buskann, því ég hafði enga sérstaka áætlun um hlaupaleið. Ég tók ágætis hring úr mjódinni, yfir í Kópavog í gegn um kórahverfið upp á vatnsendahæð, inn í Breiðholt, fór í gegn um Vesturberg 78, þar sem ég bjó í árdaga og smákrókaleiðir í bakkahverfinu niður í mjódd. Veðrið var yndislegt og ákvað ég því að vera á rólegu nótunun og bara njóta þess að hlaupa. Formið finnst mér vera á uppleið, engin eymsli. Það verður spennandi að sjá hvernig mér gengur á laugardaginn. Planið fram að helgi er stutt og frískt hlaup í kvöld, kannski maður taki smá brautaræfingu, svo sem eins og 3x1000 svona til að stilla tempóið. Á morgun er planið að skokka létt með Garðabæjarhópnum.
sunnudagur, september 04, 2005
Framhald...
Eftir að við komum heim úr tjaldferðinni tókum við því rólega, og fórum að vinna í vikunni á eftir. Við Björn fórum reyndar eina nótt með göngutjald í Brynjudal og gengum síðan inn í Botnsdal daginn eftir og skoðuðum Glym. Askja fékk að slást í för og fannst henni þetta afar gaman. Þessi ferð reyndist mesta ævintýraferð. Við gengum upp norðanmegin við ána og gengum upp fyrir fossinn. Þar óðum við yfir og gengum sunnanmegin niður með henni. Fossinn og gljúfrið eru í einu orði sagt mögnuð og einkennilegt að maður skuli ekki hafa farið þetta fyrr.
Eftir að við komum heim úr tjaldferðinni, hef ég verið aðeins duglegri við hlaupin, en hef samt ekkert verið að hlaupa neitt sérstaklega langt. Yfirleitt verið að hlaupa tvisvar í viku og þetta 15 - 20 km í viku hverri. Þrátt fyrir þetta litla æfingamagn er ég samt að taka framförum !! Til að mynda er ég með eina æfingu sem ég held upp á og kalla 'sýruæfingu'. Hún er þannig að ég skokka rólega niður á ákveðinn stað í Elliðaárdalnum. Þar hleyp ég í 20 mínútur á keppnishraða (eða aðeins rólegar) og hleyp síðan rólega í mjóddina. Þetta losar 8 km. Í sumar hef ég farið úr því að hlaupa 4,3 km á þessum 20 mín, í 5 km. Síðasta slíka æfingin var núna á föstudag (5 km / 20 mín), og svo hljóp ég 5 km á 19:46 á Selfossi daginn eftir. Svei mér þá ef ég er ekki bara í nokkuð góðu formi. Nú er stefnan tekin á Fjölnishlaupið næstu helgi og stefni ég á að hlaupa 10 km á 40 mínútum. Takist það er ég mjög sáttur.
Eftir að við komum heim úr tjaldferðinni, hef ég verið aðeins duglegri við hlaupin, en hef samt ekkert verið að hlaupa neitt sérstaklega langt. Yfirleitt verið að hlaupa tvisvar í viku og þetta 15 - 20 km í viku hverri. Þrátt fyrir þetta litla æfingamagn er ég samt að taka framförum !! Til að mynda er ég með eina æfingu sem ég held upp á og kalla 'sýruæfingu'. Hún er þannig að ég skokka rólega niður á ákveðinn stað í Elliðaárdalnum. Þar hleyp ég í 20 mínútur á keppnishraða (eða aðeins rólegar) og hleyp síðan rólega í mjóddina. Þetta losar 8 km. Í sumar hef ég farið úr því að hlaupa 4,3 km á þessum 20 mín, í 5 km. Síðasta slíka æfingin var núna á föstudag (5 km / 20 mín), og svo hljóp ég 5 km á 19:46 á Selfossi daginn eftir. Svei mér þá ef ég er ekki bara í nokkuð góðu formi. Nú er stefnan tekin á Fjölnishlaupið næstu helgi og stefni ég á að hlaupa 10 km á 40 mínútum. Takist það er ég mjög sáttur.
Skýrsla....
Jæja
Bloggið mitt er frekar slaklegt, en ég ætla að reyna að bæta mig. Frá Því að ég skrifaði síðast (22.6), hefur ýmislegt á daga mína drifið. Ég kom hekkinu niður og er ekkert meira um það að segja. Við fjölskyldan fórum í vikuferð til Spánar (rétt vestan við Malaga) ásamt tengdaforeldrum mínum, Gollu frænku og svo þeim Páli og Ingibjörgu. Tilefnið var 75 ára afmæli tengdamömmu. Við leigðum okkur eitt hús, sem var með einkasundlaug og garði. Þetta er eitthvað það sniðugasta sem við höfum gert. Nóg pláss og mikið næði, húsið var frábært og fór vel um alla. Veið gerðum sitt lítið af hverju, fórum einn dag á strönd, keyrðum til Gibraltar, fórum í skemmtigarð, lágum í leti á sundlaugarbakkanum, spiluðum Scrabble (Bjössi vann föður sinní fyrsta og örugglega ekki síðasta skiptið) og fleira. Ég fór þrisvar út að hlaupa, ég fór um kl 9 á morgnana áður en hitastigið fór yfir 30°. Ég hljóp þetta 6,5 - 10,2 km í hvert skipti og náði að safna 25 km. Seinasta daginn var ég aðeins seinna á ferðinni og komst ég að því að það er ekkert sniðugt að hlaupa í 30°, púlsinn var lengi að komast niður fyrir 130 eftir hlaupið. En þetta var ekkert sem sat í mér.
Eftir Spánarferðina fórum við hringferð í kring um landið með sérstakri áherslu á NA-land. Við gistum eina nótt á Akureyri, tvær nætur í Ásbyrgi, Þórshöfn og Vopnafirði, eina nótt í Atlavík og tvær á Krikjubæjarklaustri. Ég tók engar hlaupagræjur með mér í ferðina, enda finnst mér það ekki fara vel saman að stunda hlaup samhliða tjaldútilegu. Á Þórshöfn hittum við fyrir Ragnihildi mömmu Ingibjargar sambýliskonu Páls bróður Guðfinnu, og Guðrúnu dóttur Ragnhildar og hálfsystur Ingibjargar. Ragnhildur er að flytja til Egilstaða og var búslóðin meira og minna í kössum, en það var mjög gaman að hitta þær. Heimurinn er lítill komumst við að, því Guðrún er mjög góð vinkona Kötu frænku minnar á Egilstöðum og hún býr í gamla húsinu þeirra Kötu og Óla !! Við heimsóttum Helgu Maju og hennar fólk á Egilsstöðum. Maja og Magnús eru reyndar að flytja til Danmerkur í 1-2 ár, og var þeirra búslóð því líka í kössum. Það var mjög gaman að heimsækja þau og áttum við saman ánægjulega kvöldstund. Við gistum bara eina nótt á héraði, þar sem spáin var slæm. Við keyrðum því um kvöldið á Krikjubæjarklaustur og komum þangað upp úr miðnætti. Þar sem við hittum Eirík og Steinu og Hrafnhildi og Danna. Við hrepptum ágætisveður og skoðuðum m.a. Faðrárgljúfur, sem er frábær staður. Heim komum við vegmóð þann 19. júlí og var gott að koma heim, því heima er jú alltaf best.
Bloggið mitt er frekar slaklegt, en ég ætla að reyna að bæta mig. Frá Því að ég skrifaði síðast (22.6), hefur ýmislegt á daga mína drifið. Ég kom hekkinu niður og er ekkert meira um það að segja. Við fjölskyldan fórum í vikuferð til Spánar (rétt vestan við Malaga) ásamt tengdaforeldrum mínum, Gollu frænku og svo þeim Páli og Ingibjörgu. Tilefnið var 75 ára afmæli tengdamömmu. Við leigðum okkur eitt hús, sem var með einkasundlaug og garði. Þetta er eitthvað það sniðugasta sem við höfum gert. Nóg pláss og mikið næði, húsið var frábært og fór vel um alla. Veið gerðum sitt lítið af hverju, fórum einn dag á strönd, keyrðum til Gibraltar, fórum í skemmtigarð, lágum í leti á sundlaugarbakkanum, spiluðum Scrabble (Bjössi vann föður sinní fyrsta og örugglega ekki síðasta skiptið) og fleira. Ég fór þrisvar út að hlaupa, ég fór um kl 9 á morgnana áður en hitastigið fór yfir 30°. Ég hljóp þetta 6,5 - 10,2 km í hvert skipti og náði að safna 25 km. Seinasta daginn var ég aðeins seinna á ferðinni og komst ég að því að það er ekkert sniðugt að hlaupa í 30°, púlsinn var lengi að komast niður fyrir 130 eftir hlaupið. En þetta var ekkert sem sat í mér.
Eftir Spánarferðina fórum við hringferð í kring um landið með sérstakri áherslu á NA-land. Við gistum eina nótt á Akureyri, tvær nætur í Ásbyrgi, Þórshöfn og Vopnafirði, eina nótt í Atlavík og tvær á Krikjubæjarklaustri. Ég tók engar hlaupagræjur með mér í ferðina, enda finnst mér það ekki fara vel saman að stunda hlaup samhliða tjaldútilegu. Á Þórshöfn hittum við fyrir Ragnihildi mömmu Ingibjargar sambýliskonu Páls bróður Guðfinnu, og Guðrúnu dóttur Ragnhildar og hálfsystur Ingibjargar. Ragnhildur er að flytja til Egilstaða og var búslóðin meira og minna í kössum, en það var mjög gaman að hitta þær. Heimurinn er lítill komumst við að, því Guðrún er mjög góð vinkona Kötu frænku minnar á Egilstöðum og hún býr í gamla húsinu þeirra Kötu og Óla !! Við heimsóttum Helgu Maju og hennar fólk á Egilsstöðum. Maja og Magnús eru reyndar að flytja til Danmerkur í 1-2 ár, og var þeirra búslóð því líka í kössum. Það var mjög gaman að heimsækja þau og áttum við saman ánægjulega kvöldstund. Við gistum bara eina nótt á héraði, þar sem spáin var slæm. Við keyrðum því um kvöldið á Krikjubæjarklaustur og komum þangað upp úr miðnætti. Þar sem við hittum Eirík og Steinu og Hrafnhildi og Danna. Við hrepptum ágætisveður og skoðuðum m.a. Faðrárgljúfur, sem er frábær staður. Heim komum við vegmóð þann 19. júlí og var gott að koma heim, því heima er jú alltaf best.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)