Það er liðinn langur tími síðan ég síðast skrifaði eitthvað hér. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég skrái nú allar æfingar á hlaup.com (þeirri frábæru síðu). Ég ætla að reyna að summera upp síðasta ár í þessari færslu og nota það svo til að skrifa um þau keppnishlaup sem ég fer í og tel þess virði að skrásetja.
Sumarið 2008 var laklegt hlaupasumar (en mjög gott að öðru leyti). Ég var latur í júlí og meiddist smávegis á fæti í ágúst, nóg til að komast ekki í Reykjavíkurmaraþonið. Bankarnir hrundu yfir þjóðina og þá tóku við erfiðar vikur og mánuðir fyrir okkur sem vinnum í banka (sem og aðra) og hljóp ég lítið sem ekkert fram að áramótum.
Ég ákvað að taka þátt í gamlárshlaupi ÍR og náði furðanlega góðum tíma 43:21 sem ég var mjög sáttur við miðað við það sem á undan var gengið. Tók líka powerade hlaup 8. janúar á 44:03.
Ég byrjaði aftur að hlaupa reglulega í janúar, svona 2-3 í viku. Það var mikið vinnuálag á mér fyrstu þrjá mánuði ársins og var stundum erfitt að finna hentugan tíma til hlaupaiðkunar.
Það var svo ekki fyrr en í Apríl að ég fann hlaupagleðina aftur, minna að gera í vinnunni og sólin hærra á lofti. Ég gat að vísu ekki hlaupið í 2 vikur vegna smá meiðsla, en eftir sumardaginn fyrsta hef ég verið meiðslalaus og aukið æfingamagnið jafnt og þétt.
Í byrjun júní hljóp ég fyrsta maraþonið mitt og tók laugaveginn síðasta laugardag. Báðir þessir viðburðir verðskulda sér færslu.
miðvikudagur, júlí 22, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mér finnst einboðið að þú komir með Laugavegsskýrslu og að hún verði ítarleg.
Skrifa ummæli